Góðar fréttir frá freetown!
Góðar fréttir frá Freetown, Sierra Leone!
Ég kynntist Chernor fyrst í nóvember 2022 þegar ég heimsótti hann í East-End í Freetown. Ég var á ferð með Aurora Impact teyminu (frá Aurora Foundation) að heimsækja nokkra frumkvöðla sem höfðu tekið þátt í hraðli á vegum sjóðsins. Markmið Chernor var að stofna tölvuskóla í Freetown og veita þannig nærsamfélaginu aðgang að menntun og þjálfun í notkun á tölvubúnaði, veita þeim aðgang að tölvum og internetinu og þar með auka möguleika þeirra til atvinnuþáttöku.
Í maí í fyrra var svo haft samband við mig og ég var beðin um að vera mentorinn hans. Hvílík forréttindi það hefur verið að fá að fylgjast með þessum unga manni og get ég ekki annað en dáðst að elju hans og þrautsegju, eldmóði, áræðni og hugsjón.
Í fyrstu hittums við nánast á vikulegum zoom fundum þar sem ég var að styðja hann í gegnum hin ýmsu stig verkefnisins. Allt frá því að ganga frá leigusamningi, lesa yfir skýrslur til UNDP, fjárhagsáætlanir, framtíðarsýn, ráðningarmál, auglýsingaherferðir, starfsmannamál og svo margt fleira.
Áskoranirnar sem hann hefur tekist á við eru ótrúlegar, í fyrra voru forsetakosningar og fór þá samfélagið í stand-still í nokkra mánuði. Í desember í fyrra var gerð tilraun til valdaráns og var sett á útgöngubann í langan tíma á eftir. Regntíminn (maí - nóvember) bæði í fyrra og ár hafa verið óvenjulega erfiðir. Ofaná þetta allt saman hefur borgin hefur verið meira og minna rafmagnslaus þetta árið út af viðgerðum og stækkun á helsta orkuveri landsins. Til að bæta gráu ofaná svart þá hefur dísel olían verið af skornum skammti.
Við litla fjölskyldan tókum þátt í Búdapest-Bamakó góðgerðar rallinu í janúar og febrúar og keyrðum frá Evrópu í gegnum Marocoo, Mauritaniu, Senegal, Guineu og enduðum í Sierra Leone (allt um ferðina má lesa inna vef Morgunblaðsins - krækja í fyrsta kommenti). Með í ferð vorum við með tölvubúnað fyrir Chernor og svo framlög frá góðum vinum svo hann gæti keypt og sett upp sólarrafhlöður við skólann.
Eftir mikla vinnu undanfarna mánuði þá hefur hann nú fest kaup á sólarpanelum og rafhlöðum. Það er búið að setja allan búnaðinn upp og hann er farinn að taka á móti nemendum og getur einnig boðið í stærri verkefni. Hann er búin að vinna einn stóran samning við Orange og sér um ákveðin hluta af þjálfunarmálum fyrirtækisins í Freetown.
Framtíðin er björt fyrir Chernor og skólann hans, ekki síst vegna elju hans og dugnaðar. Hann hefur alltaf haft óbilandi trú á verkefninu og skýra framtíðarsýn, þó oft hafi þetta ekki litið vel út. Hann hefur verið vakandi og sofandi yfir þessu verkefni í um 2 ár núna og er loksins farinn að sjá árangur erfiðisins. Hann sendir sínar bestu þakkir til allra sem gáfu pening í verkefnið.
Ég hlakka til að fylgjast með þessum unga manni í framtíðinni og hlakka til að heimsækja hann fljótlega.
Hér má finna ferðasöguna úr Búdapest-Bamakó góðgerðar rallinu - mbl.is