Finndu mig á LinkedIn

Olga Eleonora Marcher Egonsdóttir, eigandi

Ég á að baki yfir 25 ára starfsreynslu innan fjármála fyrirtækjanna, fyrst sem sérfræðingur og síðastliðin 14 ár hef ég starfað sem stjórnandi hjá íslenskum félögum sem öll hafa átt það sammerkt að vera hluti af stórum alþjóðlegum samstæðum. Starfsumhverfið sem ég hef starfað í hefur verið síbreytilegt, tímalínur stífar og miklar kröfur gerðar til stjórnenda.

Ég hef víðtæka þekkingu og reynslu af fjármálum fyrirtækjanna og mætti segja að ég sé hokin af reynslu. Samhliða hefðbundnum daglegum verkefnum sem bæði fjármálastjóri og sérfræðingur hef ég leitt fjöldann allan af verkefnum sem krafist hafa umtalsverðrar breytingastjórnunar. Sem dæmi má nefna: leitt samþættingu í kjölfari yfirtöku, tekið þátt í stofnun- og uppsetningu á starfsstöðvum erlendis, farið í gegnum gagngerar skipulagsbreytinga og ma. lokað fyrirtæki, leitt fyrirtæki og samstæðu í gegnum innleiðingu og uppfærslur á bókhalds- og áætlunarkerfum, keyrt í gegn nýja fjármálaferla þvert á samstæðu með nokkur útibú erlendis.

Ég hef unnið í flóknum IT umhverfum og í mörgum ólíkum fjárhagskerfum og fjármálatengdum hugbúnaði. Ég er “super user” í Excel og mikill gagnanörd, ég hef verið að kynna mér Microsoft BI og elska ekkert meira en að fá gott gagnasett til að greiða úr, byggja upp skýrslur og gagnagrunna.

Ég er fjármálahagfræðingur að mennt og hef lokið M.Sc. í hagfræði og fjármálum frá Copenhagen Business School (CBS), CEMS Master í Alþjóðstjórnun frá CBS og Rotterdam School of Managment og B.Sc. í Alþjóðaviðskiptafræðum frá Copenhagen Business School (CBS). Einnig hef ég lokið diploma í verkefnastjórnun og er viðurkennd stjórnarkona frá Akademias.

Til gamans má geta að í haust hóf ég diploma nám í jákvæðri sálfræði og er mér mjög hugleikið hvernig maður byggir upp góðan starfsanda og heilbrigðan vinnustað.

Stjórnarsetur:

Frá 2019             Framkvæmdastjórn Skálholtsstaðar

2022 – 2023       Vaki fiskeldiskerfi ehf. Stjórnarformaður

2010 – 2014       Landsnefnd UNWomen. Gjaldkeri stjórnar

olga@flexfinance.is / s: 844 0058