Fjármálastjóri til leigu (e. Fractional Finance Director eða FDD)
Hvað er „fjármálastjóri til leigu“?
Hefur þú heyrt hugtakið „fjármálastjóri til leigu“ og velt því fyrir þér hvað það í raun og veru felur í sér? Kannski ertu að leita að sérfræðingi í fjármálum til að styðja fyrirtæki þitt?
Hugtakið er ekki nýtt hér á Íslandi, en hefur kannski ekki náð að festast í sessi. Persónulega tel ég hugtakið „fjármálastjóri til leigu“ ekki nægilega lýsandi. Á ensku er notast við orðin „Fractional Finance Director“, þar sem „fraction“ er vísar í brot eða hlutur af eins og í pússli, en einnig hugsa ég alltaf um orðið „friction“, vísar í víbring á milli yfirborða.
Hvað er „fjármálastjóri til leigu“ (Fractional Finance Director)
Fjármálastjóri til leigu er reyndur fjármálasérfræðingur sem deilir tíma sínum niður á nokkur fyrirtæki. Það er í raun fjármálastjóri sem veitir sömu skuldbindingu og sérfræðiþekkingu og stöðugildi, en á færri klukkustundum sem þýðir lægri kostnað. Fjármálastjóri til leigu getur verið sérstaklega ganglegur fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem þurfa á mikilli fjármálaþekkingu að halda en hafa ekki þörf fyrir fjármálastjóra í fullu starfi.
Fjármálastjóri til leigu er EKKI ráðgjafi, þ.e. einhver sem kemur inn, skrifar skýrslu og leggur til að ráðist sé í frekari aðgerðir. Fjármálastjóri til leigu er hands-on, greinir verkefnið, fer ofan í smáatriðin og hjálpar þér að leysa það. Viðkomandi styður einnig við stjórnendur og vöxt fyrirtækisins.
Mikil færni og reynsla
Góður fjármálastjóri til leigu kemur að borðinu með víðtæka þekkingu á ýmsu sviðum fjármálanna, þar á meðal bókhaldi, reikningsskilum, fjármálagreiningum og stefnumótun. Sjóðsstreymisáætlunum og fjármögnun. Ásamt svo mörgu öðru.
Góð leiðtoga- og samskiptafærni eru nauðsynlegir eiginleikar fyrir fjármálstjóra. Viðkomandi þarf að geta leitt teymi, miðlað flóknum fjármálaupplýsingum og sagt sögur út frá tölum.
Í ljósi þess hlutastarfs sem fjármálastjóri gegnir skiptir aðlögunarhæfni og sveigjanleiki máli. Viðkomandi þarf að skilja fljótt þarfir viðskiptavinarins og veita sérsniðnar lausnir. Þetta krefst mikillar hæfni í að leysa vandamál og ekki síður sköpunargáfu.
Að vinna með mörgum fyrirtækjum hjálpar fjármálastjóranum að halda færni sinni í takti við það sem er að gerast og þannig auka stöðugt við sig þekkingu í fjölmörgum atvinnugreinum og fyrirtækjum. Fjármálastjóri til leigu mun koma að borðinu með nákvæmlega það sem fyrirtækið þitt þarfnast, þegar þú þarfnast þess, í þann tíma sem þú þarfnast þess. Þau eru því frábær kostur fyrir fyrirtæki sem leita að öflugri sérfræðiþekkingu en eru ekki enn í aðstöðu til að ráða fjármálastjóra í fullt starf.
Margir fjármálastjórar til leigu koma inní fyrirtæki með skýr verkefni sem miðar að tilteknum vandamálum/verkefnum og krefjast breytingastjórnunar. Þetta getur falið í sér að undirbúa fyrirtækið fyrir sölu, aðstoða við fjármögnun, við innleiðingu á nýju fjárhagskerfi, eða bæta vinnulag og ferla. Oft breytist þetta samband í lengra samband, þar sem fjármálastjórinn verður „innanhúss“ fjármálastjóri.
Hvenær þarf ég fjármálastjóra í fullt starf?
Að ráða færan fjármálastjóra í fullt starf getur verið kostnaðarsamt, sérstaklega fyrir smærri og vaxandi fyrirtæki. Hins vegar, til að styðja fyrirtæki til vaxtar þarf að vera góður fjármálaskilningur innanhúss, og ítarlegar áætlanir um framtíðina þurfa að vera á sínum stað. Með öðrum orðum, það er nauðsynlegt að hafa góðan fjármálastjóra.
Kostnaðurinn við fjármálastjóra í fullu starfi getur virst óyfirstíganlegt, en án slíkra sérfræðiþekkingar getur verið erfitt að byggja upp, stjórna og viðhalda vexti. Fjármálastjóri til leigu mun veita þér dýrmæt úrræði og hjálpa þér að skipuleggja vöxt fyrirtækisins þíns. Með þeirri þekkingu sem hann hefur ættir þú að geta metið hvenær þú hefur efni á að ráða fjármálastjóra í fullt starf.
Mun fjármálastjóri til leigu hjálpa fyrirtækinu mínu að vaxa?
Góður fjármálastjóri, hvort sem viðkomandi er í hlutastarfi eða í fullu starfi, getur verið lykillinn að vexti fyrirtækis þíns – svo framarlega sem það er markmiðið. Fjármálastjóri til leigu mun greina hvaða starfsemi er arðbærust og styðja við þig að finna leiðir til að styrkja þá starfsemi. Einnig mun viðkomandi skoða leiðir til að auka arðsemi fyrirtækisins.
Frábær fjármálastjóri mun bera kennsl á lykiláhættur og aðstoða við „hvað ef“ atvikagreiningu. Viðkomandi mun hafa öfluga stjórn á veltufjármagni og sjóðsstreymisstjórnun, sem tryggir rekstarhæfi á meðan þú einbeitir þér að vextinum.
Í samanburði við fjármálastjóra í fullu starfi er fjármálastjóri til leigu sveigjanlegri og hagkvæmari lausn. Með því að vinna með fyrirtækinu þínu í hlutastarfi eða á verkefnagrunni, muntu njóta góðs af reyndum fjármálasérfræðingi sem veitir sömu (jafnvel betri) sérfræðiþekkingu og fjármálastjóri í fullu starfi.
Og það besta er að þú þarft ekki að skuldbinda þig á sama hátt og þú myndir gera með fastan starfsmann. Þú getur haft stjórn á ferlinu eftir þörfum – kveikt og skrúfað fyrir kranann.
Þýtt og staðfært frá Artemis Clarke