Hér að neðan eru nokkur af þeim verkefnum sem eigandi Flex Finance hefur komið að á undanförnum árum(tugum).

Haustið 2024 hóf ég nám í jákvæðri sálfræði hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Tilgangurinn með náminu er að efla mig sem manneskju og sem leiðtoga.

Frá vorinu 2023 hef ég verið að mentora ungan frumkvöðul í Freetown, Sierra Leone. Tengsl mín við Chernor komust á í gegnum Aurora Impact verkefnið hjá Aurora Foundation og er tilgangur þess að styðja við frumkvöðla í Sierra Leonoe. Chernor hefur sett upp tölvuskóla og IT hub í sínu hverfi og byrjaði að taka á móti nemendum sumarið 2023. Markmið hans er að kenna fólki á tölvur og að bæta aðgengi fólks að tölvubúnaði, til að bæta möguleika þeirra á atvinnumarkaðinum. Ýmsar áskoranir hafa komið upp, eins og forsetakostningar sem settu landið á annan endann, rigningatímabil, óeirðir, útgönugbann og óstöðugt rafmagn. Við eigum vikulega fundi og hef ég stutt við hann með ráðum og dáðu, fjárframlögum og tækjabúnaði.

Í byrjun árs 2024 tók ég þátt í Budapest-Bamako góðgerðarrallinu, 18 daga ævintýri yfir Sahara. Markmiðið með rallinu er að safna til góðgerðamála og láta gott af sér leiða en auðvitað líka að hafa gaman. Nánar má lesa um ferðina hérna. Ferðalagið krafðist gríðarlegrar skipulagningu og undirbúnings, og var fyrst og fremst “keppni” í seiglu og úthaldi.

Sumarið 2023 stofnaði ég Flex Finance. Ég var búin að ganga með þann draum að verða sjálfstæð í maganum í mörg ár. Markmið mitt er að veita framúrskarandi fjármálaþjónustu og ráðgjöf sem er sérsniðin að þörfum hvers hvers viðskiptavinar fyrir sig.

Á árunum 2021-2023 starfaði ég sem framkvæmdastjóri fjármála hjá Vaki fiskeldiskerfi, en fyrirtækið hafði verið selt til lyfjasamstæðunnar MSD (NYSE: MRK) síðla árs 2019. Mikil vinna fór í samþættingu á flestum þáttum fyrirtækisins og var samþætting á fjármálunum á mína ábyrgð. Þetta fól í sér ma. samþættingu á kerfum, ferlum og tímalínum. Fyrirtækið fór í innleiðingu á SAP 2023, gríðarstórt verkefni sem var með um 200 aðila sem komu að verkefninu. Ég studdi við verkefnið fyrst sem fjármálastjóri og síðan sem ráðgjafi til áramóta 2024. Einnig tók ég fyrirtækið í gegnum Jafnlaunavottun árið 2023.

Frá árinu 2019 hef ég setið í framkvæmdastjórn Skálholts. Þar styð ég við framkvæmdastjóra í fjármálatengdum verkefnum en einnig hef ég sinnt ýmsum sérverkefnum fyrir framkvæmdastjórnina, má þar nefna þegar veitinga- og gistiþjónustan var boðin út, þá sá ég um ma. um útboðslýsingu, mat á umsóknum og samningagerð. Ég hélt utan um þegar við fórum í úthýsing á reikningshaldi og endurskipulagning á færslu bókhalds. Einnig tók ég þátt í ráðningu á nýjum framkvæmdastjóra og fór í úttekt á stefnumótun staðarins.

Árið 2015 þegar ég starfaði sem fjármálastjóri hjá Novomatic Lottery Solutions (NLS) leiddi ég stórt verkefni þar sem við komum öllum 9 fyrirtækjum samstæðunnar inní sama NAV umhverfið. Markmiðið með verkefninu var að nýta kerfið betur og fá betri upplýsingar úr því. Liður í þeirri vinnu var að fara í gegnum alla verkferla og master gögn. Þetta verkefni einfaldaði allar greiningar, skýrslur og uppgjör. Við fórum yfir í nýtt kerfi um áramótin 2015/2016, yfirfærslan gekk hnökralaust og vorum við búin að skila af okkur endurskoðuðum ársreikningi fyrir öll fyrirtækin og samstæðuna þann 20. janúar 2016.

Árið 2015 hjá Novomatic Lottery Solutions (NLS) hélt ég áfram byggja upp og að þróa leið til að nota Lean og Scrum aðferðarfræði á fjármálasviði til að bæta gæði fjárhagsupplýsinga og stytta tímann sem fer í uppgjör. Hjá Actavis og NLS voru stjórnendauppgjörum skilað á 7 virka degi og (síðar) hjá Vaka var þeim skilað á 3ja virka degi. Ég er enn þann dag í dag að vinna með þessa aðferðarfræði.

Vorið 2015 lauk ég námi í einkaþjálfun hjá Heilsuakademíu Keilis, eitt skemmtilegasta nám sem ég hef farið í.

Árið 2013-2014 tók ég þátt í innleiðingu SAP í Actavis. Hjá Actavis vóg verkbókhald og eignfærsla á þróunarkostnaði þungt og var mín ábyrgð uppsetning á SAP Project System. Eitt af verkefnum var að leiða hóp sem sá um hreinsun á gögnum um þróunarkostnað allt að 10 ár aftur í tímann. Stórkostlegt verkefni sem krafðist mikils af öllum sem tóku þátt í því, en að sama skapi mjög skemmtilegt.

2010 stofnaði ég ásamt fjölbreyttum og frábærum hópi fólks óháða fréttablaðið Krítik. Mitt hlutverk var stefnumótun, viðskiptaáætlun, fjármálastjórnun og samskipti við fjárfesta. Því miður gáfum við bara út eitt blað en þetta var mjög lærdómsríkt verkefni.

2010 var ég ráðin inn í tímabundan stöðu hjá Medis. Þar þróaði ég gagnagrunn til að halda utan um kostnað, reikningagerð og stöður markaðsleyfa sem seld voru til þriðja aðila. Ég sá um hreinsun á gögnum, hönnun, innleiðingu, kynningu og kennslu hér á Íslandi. Forritunarvinnan var unnin af teymi í Búlgaríu. Grunnurinn stórbætti endurrukkun á kostnaði og utan um hald á markaðsleyfum og var notaður í amk. áratug.

Vorið 2008 lauk ég námi í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Ég krækti mér líka í IPMA D-vottun í verkefnastjórnun.

Haustið 2004 starfaði ég sem nemi (internship) hjá ráðgjafafyrirtækinu Ecorys í Rotterdam. Ég fór í mikla rannsókn á því hvernig PPP (Public Private Partnership) er notað við framkvæmdir á samgöngumannvirkjum, einnig tók ég saman hvaða framboð var á fjármagni fyrir þróunarlönd og vaxandi hagkerfi. Afraksturinn var um 100 síðna bæklingur sem sendur var á opinberar stofnanir og ríkisstjórnir í þessum löndum.

Vorið 2004 vann ég stórt verkefni fyrir Sendiráð Indlands í Hollandi (Den Hague) ásamt góðu teymi. Þar könnuðum við og tókum saman möguleika indverja á að flytja inn lyf og lyfjahráefni til Hollands.

Í byrjun árs 2004 flutti ég til Rotterdam og hóf nám í Rotterdam School of Management, þetta var seinni önnin hjá mér í CEMS Master in International Managment. Ég endaði á því að dvelja heilt ár í Rotterdam.

Árin 2003 og 2004 vann ég tvö stór verkefni fyrir Danisco, annað þeirra var meistara verkefnið mitt. Þar skoðaði ég hvernig Danisco hefur tekist til að samþætta þau fyrirtæki sem þau höfðu keypt og hvort að virðisaukningin sem vænta mátti með yfirtökunni hafði náðst. Ég horfði á einkum á yfirfærslu á á þekkingu í kjölfarið yfirtöku, hvaða tæki og tól voru notuð og mat hvernig hafði gengið.

Sumarið 2002 dvaldist ég í Skt. Pétursborg og Tallin. Þar lærði ég allt um rússneskt og austur evrópskt viðskiptaumhverfi í Skt. Petersburg State University. Ég heimsótti ma. yfir 20 fyrirtæki sem höfðu komið sér fyrir á markaðinum, þar má nefna td. Sadolin, Cadbury Scweppes, Bravo, Maersk, Danska Sendiráðið í Skt. Pétursborg og svo mörg fleiri.

Haustið 2001 var ég í Hong Kong og stundaði skiptinám í Hong Kong University of Science and Technology. Þar tókst ég á við mörg skemmtilega verkefni bæði í náminu og við það að koma sér fyrir í ókunnugu landi. Það var ótrúlega gaman að kynnast landi og þjóð betur, en ég hef ferðast mikið um Kína bæði tengt þessari dvöl og nokkrum árum áður, eða haustið 1995.

Árin 1999-2005 bjó ég í Danmörku og stundaði nám í CBS. Samhliða náminu starfaði ég sem sérfræðingur á fjármálasviðum hjá bæði Dönsku Flóttamannahjálpinni og IT Háskólanum í Kaupmannahöfn.

Árin 1995-1996 starfaði ég sem kokkur á nautgripabúgarði í norður Ástralíu í 6 mánuði. Ég flaug um í þyrlum, þeyttist um á fjórhjóli og fór í veiðiferðir, veiddi ma. buffalo, kalkún og villisvín. Eldaði meira að segja einu sinni buffalo heila og bruggaði bjór fyrir kúrekana í tugum lítra. En þetta var hluti af ferð minni hringinn í kringum hnöttin sem tók mig í allt 13 mánuði.