
Flex Finance byggir á áratuga reynslu af fjármálum, stjórnun, rekstri og endurskipulagningu fyrirtækja. Markmið Flex er að veita framúrskarandi fjármálaþjónustu og ráðgjöf sérsniðna að þörfum hvers hvers viðskiptavinar fyrir sig. Við hjálpum ykkur að fá dýrmæta innsýn inní fyrirtækið ykkar og aðstoðum ykkur að taka upplýstar ákvarðanir um framtíð og stefnu fyrirtækisins. Við trúum því að alltaf sé svigrúm til að gera betur og bæta reksturinn.
afleysing - tímabundin verkefni - breytingastjórnun - hlutastarf
Fjármálastjóri
Flex Finance hefur yfir áratuga reynslu af fjármálstjórnun og hefur starfað lengst af í alþjóðlegu umhverfi og getur stigið inn í daglega verkefni fjármálastjóra, komið inn sem tímabundin afleysing, sem fjármálastjóri á tímum umbreytinga td. í kjölfarið af samruna og yfirtöku (breytingastjórnun) eða sem fjármálastjóri í hlutastarf (fractional finance).
Sérfræðingur
Flex Finance býr að mikilli reynslu af fjármálatengdum verkefnum og greiningum og hefur starfað í hinum ýmsu atvinnugreinum eins og þróun- og framleiðsla tækjum og búnaði, hugbúnaðargeiranum, lyfjageiranum og fjármálageiranum. Flex Finance getur komið inn í tímabundna afleysingu, í ýmis sérverkefni eða í hlutastarf.
Ráðgjafi
Flex Finance býr yfir víðtækri reynslu á sviði verkefnastjórnunar á, umbótaverkefna og stefnuverkefna. Við munum styðja ykkur í að takast á við hvers konar áskoranir sem þið ert að kljást við í fyrirtækjarekstrinum, styða ykkur í að taka betri ákvarðanir, bæta og straumlínulaga fjármálasviðið, draga úr áhættu og auka arðsemi.
Stjórnarmaður
Eigandi Flex Finance er viðurkenndur stjórnarmaður frá Akademias og hefur setið í stjórnum nokkurra félaga og samtaka í gegnum tíðina, þar má til dæmis nefna sem gjaldkeri Landsnefndar UNWomen, stjórnarformaður í Vaki fiskeldiskerfa og í framkvæmdastjórn Skálholts. Eftir áratuga reynslu af rekstri fyrirtækja hefur hún margt fram að færa og vill gjarnan styðja fleiri fyrirtæki til vaxtar.
Dæmi um verkefni:
Yfirumsjón með bókahaldi, rekstarreikningur, uppgjör og gerð ársreiknings
Áætlanagerð, eftirfylgni og útkomuspár
Greining og miðlun fjárhagsupplýsinga
Sjóðstreymisáætlun og aðstoð við fjármögnun
Stefnumótun
Ráðgjöf um úrbætur í rekstarlegum málefnum
Sjálfvirknivæðing, einföldun innri verkferla og þjálfun starfsfólks
Stuðningur við innleiðingu á viðskiptalausnum
Breytingastjórnun
Verkefnstjórnun
… og svo margt fleira …