Vantar þig reyndan fjármálastjóra í tímbundið starf eða í hlutastarf? Flex Finance getur stigið inn í daglega verkefni fjármálastjóra, komið inn sem tímabundin afleysing, sem fjármálastjóri á tímum umbreytinga td. í kjölfarið af samruna og yfirtöku (breytingastjórnun) eða sem fjármálastjóri í hlutastarf (fractional finance)

 

Ég er Olga og hef starfað í fjármálum og rekstri í fjöldamörg ár - meira um mig

 

Nálgun mín byggir á sveigjanleika og einfaldleika. Á meðan þú einbeitir þér að því sem skiptir mestu máli – að stækka fyrirtækið þitt – þá tryggi ég að þú hafir fjárhagslegan skýrleika, stöðugleika og fyrirsjáanleika í fjármálum fyrirtækisins.

Fagleg og persónuleg þjónusta sem er sérsniðin að þörfum hvers viðskiptavinar fyrir sig

Fjármálastjóri til leigu - Fractional Fjármálastjóri

Vantar ykkur reyndan fjármálastjóra í tímbundið starf eða í hlutastarf? Ég get stigið inn í daglega verkefni fjármálastjóra, komið inn sem tímabundin afleysing, sem fjármálastjóri á tímum umbreytinga td. í kjölfarið af samruna og yfirtöku (breytingastjórnun) eða sem fjármálastjóri í hlutastarf (fractional finance)

meira…

Hagdeild á hjólum - Fractional sérfræðingur

Er mikið álag? Vantar ykkur stuðning við ákveðin verkefni eins og til dæmis við innleiðingu á nýju fjárhagskerfi, ertu að rýna reksturinn eða endurskoða ferlana? Viljið þið breyta gögnum í upplýsingar? Ég get komið inn í tímabundna afleysingu, í ýmis sérverkefni, verkefnastjórnun eða í hlutastarf

meira…

Ráðgjafi

Ég veiti alla almenna fjármálaráðgjöf, þarfagreini reksturinn og kem auga á það sem betur má fara. Ég styð ykkur í að takast á við hvers konar áskoranir sem upp koma, hjálpa við að draga úr áhættu og auka arðsemi. Einnig get ég hjálpað við að auka skilvirkni á fjármálasviðinu og bætt ferla

meira…

Stjórnarkona

Öflug og góð stjórn skiptir sköpum í rekstri fyrirtækja, stjórn sem veitir faglegan stuðning og aðhald. Sem reynslumikill stjórnandi og viðurkennd stjórnarkona, get ég komið inn sem stjórnarkona og stutt við vöxt fyrirtækis þíns

SVEIGJANLEIKI (FLEX) - ÁREIÐANLEIKI - TRAUST